Description:ÞORVALDUR Thoroddsen jarðfræðingur er einn mikilvirkasti íslenzki náttúrufræðingur við ritstörf. Að loknu stúdentsprófi 1875 heldur hann til Kaupmannahafnar og er þar við nám, án þess þó að taka próf, þar til hann verður kennari við Möðruvallaskóla 1880 og síðar Latínuskólann (Hinn lærða skóla í Reykjavík). Á sumrin frá 1882 til 1898 ferðast hann um gjörvallt land til þess að athuga landslag og jarðlög. Síðasta aldarfjórðung ævi sinnar situr hann að mestu í Kaupmannahöfn við skriftir. Afköstin urðu mikil, en ekki eingöngu á fræðasviði hans, heldur varð hann einn eljusamasti fræðari íslenzkrar alþýðu um sína daga. Á árunum 1887 til 1889 birtust í Tímariti Hins íslenzka bókmenntafélags þrjár greinar eftir Þorvald, Um uppruna dýrategunda og jurta , sem nú hafa verið endurprentaðar sem lærdómsrit Bókmenntafélagsins. Um þessar mundir eru liðin 140 ár frá því Darwin kynnti opinberlega hugmyndir sínar um þróun tegundanna (1. júlí 1858), og má því segja, að ærið tilefni sé til að minnast þess með einhverjum hætti. Í greinunum rekur Þorvaldur hugmyndir manna um lífheiminn, segir frá ævi Charles Darwins og endursegir 6. útgáfu Uppruna tegundanna frá 1872. Þorvaldur greinir frá helztu rökum með kenningu Darwins á auðskilinn hátt en getur líka um ýmsar mótbárur, sem fram komu. Þó að greinin sé komin til ára sinna veitir hún engu að síður glöggt yfirlit yfir hugmyndir manna á þessum tíma og skýrir undirstöður þróunarkenningarinnar, sem öllum er hollt að þekkja til. Oft gætir þess misskilnings reyndar, að Darwin hafi verið upphafsmaður að þeirri kenningu, að lífverurnar hafi orðið til við þróun, sem er ekki rétt. Hins vegar leitaðist Darwin við að skýra þróun út frá nýjum forsendum eða náttúrlegu vali. Kenning hans olli hörðum og langvinnum deilum og kom miklu róti á hugann meðal fræðimanna um langan aldur. Margvíslegar kenningar aðrar voru settar fram og sýndist sitt hverjum. Jafnvel má orða það svo, að það hafi verið í tízku um tíma að setja fram eigin þróunarkenningu. Um deilur þessar hefur mikið verið skrifað og kannski meira en nokkrar aðrar. Oft orkar mjög tvímælis að gefa út gamlar ritsmíðar um efni, þar sem þekking og hugmyndir manna hafa tekið miklum breytingum. Margt af því, sem segir í riti þessu, heyrir sögunni til, en á engu að síður erindi til okkar. Æskilegt hefði þó verið að skýra sumt, sem þarna kemur fram, í ljósi nýrrar vitneskju í greinargóðu yfirliti í bókarlok. Þá eru íslenzk og latnesk heiti tegunda önnur nú en forðum og einstaka orð eru notuð í annarri merkingu en venja er. Steindór J. Erlingsson samdi skýringar, sem stuðningur er í, en þær ná þó alltof skammt hvað áhrærir svið náttúrufræðanna. Steindór gerir ágæta grein fyrir helztu straumum og stefnum í Evrópu á þessum tíma í inngangi ritsins. Mestum hluta ver hann þó í að bollaleggja um hvers vegna Þorvaldur varð afhuga kenningum Darwins síðar á lífsleiðinni og hverjar voru þróunar- og menningarhugmyndir hans og Ágústs H. Bjarnasonar, prófessors við HÍ og skólastjóra Gagnfræðaskóla Reykvíkinga (Ágústarskóla; ekki Gagnfræðaskólans í Reykjavík eins og segir í bókinni). Fóru þeir hvor sína leið í því efni, þó að báðir höfnuðu kenningu Darwins, enda var enginn samgangur þeirra í milli á þessum árum. Inngangurinn er ágætlega saminn og um margt fróðleg lesning. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins eru eitt vandaðasta lesefni, sem völ er á, og er greinilegt, að útgefendur leggja metnað sinn í að búa þau eins vel úr garði og kostur er. Mest er þó um vert að þau fjalla jafnan um efni, sem hvetur fólk til þess að hugsa um "helztu stórvirki mannsandans."(Morgunblaðið 20. desember 1998)We have made it easy for you to find a PDF Ebooks without any digging. And by having access to our ebooks online or by storing it on your computer, you have convenient answers with Um uppruna dýrategunda og jurta. To get started finding Um uppruna dýrategunda og jurta, you are right to find our website which has a comprehensive collection of manuals listed. Our library is the biggest of these that have literally hundreds of thousands of different products represented.
Description: ÞORVALDUR Thoroddsen jarðfræðingur er einn mikilvirkasti íslenzki náttúrufræðingur við ritstörf. Að loknu stúdentsprófi 1875 heldur hann til Kaupmannahafnar og er þar við nám, án þess þó að taka próf, þar til hann verður kennari við Möðruvallaskóla 1880 og síðar Latínuskólann (Hinn lærða skóla í Reykjavík). Á sumrin frá 1882 til 1898 ferðast hann um gjörvallt land til þess að athuga landslag og jarðlög. Síðasta aldarfjórðung ævi sinnar situr hann að mestu í Kaupmannahöfn við skriftir. Afköstin urðu mikil, en ekki eingöngu á fræðasviði hans, heldur varð hann einn eljusamasti fræðari íslenzkrar alþýðu um sína daga. Á árunum 1887 til 1889 birtust í Tímariti Hins íslenzka bókmenntafélags þrjár greinar eftir Þorvald, Um uppruna dýrategunda og jurta , sem nú hafa verið endurprentaðar sem lærdómsrit Bókmenntafélagsins. Um þessar mundir eru liðin 140 ár frá því Darwin kynnti opinberlega hugmyndir sínar um þróun tegundanna (1. júlí 1858), og má því segja, að ærið tilefni sé til að minnast þess með einhverjum hætti. Í greinunum rekur Þorvaldur hugmyndir manna um lífheiminn, segir frá ævi Charles Darwins og endursegir 6. útgáfu Uppruna tegundanna frá 1872. Þorvaldur greinir frá helztu rökum með kenningu Darwins á auðskilinn hátt en getur líka um ýmsar mótbárur, sem fram komu. Þó að greinin sé komin til ára sinna veitir hún engu að síður glöggt yfirlit yfir hugmyndir manna á þessum tíma og skýrir undirstöður þróunarkenningarinnar, sem öllum er hollt að þekkja til. Oft gætir þess misskilnings reyndar, að Darwin hafi verið upphafsmaður að þeirri kenningu, að lífverurnar hafi orðið til við þróun, sem er ekki rétt. Hins vegar leitaðist Darwin við að skýra þróun út frá nýjum forsendum eða náttúrlegu vali. Kenning hans olli hörðum og langvinnum deilum og kom miklu róti á hugann meðal fræðimanna um langan aldur. Margvíslegar kenningar aðrar voru settar fram og sýndist sitt hverjum. Jafnvel má orða það svo, að það hafi verið í tízku um tíma að setja fram eigin þróunarkenningu. Um deilur þessar hefur mikið verið skrifað og kannski meira en nokkrar aðrar. Oft orkar mjög tvímælis að gefa út gamlar ritsmíðar um efni, þar sem þekking og hugmyndir manna hafa tekið miklum breytingum. Margt af því, sem segir í riti þessu, heyrir sögunni til, en á engu að síður erindi til okkar. Æskilegt hefði þó verið að skýra sumt, sem þarna kemur fram, í ljósi nýrrar vitneskju í greinargóðu yfirliti í bókarlok. Þá eru íslenzk og latnesk heiti tegunda önnur nú en forðum og einstaka orð eru notuð í annarri merkingu en venja er. Steindór J. Erlingsson samdi skýringar, sem stuðningur er í, en þær ná þó alltof skammt hvað áhrærir svið náttúrufræðanna. Steindór gerir ágæta grein fyrir helztu straumum og stefnum í Evrópu á þessum tíma í inngangi ritsins. Mestum hluta ver hann þó í að bollaleggja um hvers vegna Þorvaldur varð afhuga kenningum Darwins síðar á lífsleiðinni og hverjar voru þróunar- og menningarhugmyndir hans og Ágústs H. Bjarnasonar, prófessors við HÍ og skólastjóra Gagnfræðaskóla Reykvíkinga (Ágústarskóla; ekki Gagnfræðaskólans í Reykjavík eins og segir í bókinni). Fóru þeir hvor sína leið í því efni, þó að báðir höfnuðu kenningu Darwins, enda var enginn samgangur þeirra í milli á þessum árum. Inngangurinn er ágætlega saminn og um margt fróðleg lesning. Lærdómsrit Bókmenntafélagsins eru eitt vandaðasta lesefni, sem völ er á, og er greinilegt, að útgefendur leggja metnað sinn í að búa þau eins vel úr garði og kostur er. Mest er þó um vert að þau fjalla jafnan um efni, sem hvetur fólk til þess að hugsa um "helztu stórvirki mannsandans."(Morgunblaðið 20. desember 1998)We have made it easy for you to find a PDF Ebooks without any digging. And by having access to our ebooks online or by storing it on your computer, you have convenient answers with Um uppruna dýrategunda og jurta. To get started finding Um uppruna dýrategunda og jurta, you are right to find our website which has a comprehensive collection of manuals listed. Our library is the biggest of these that have literally hundreds of thousands of different products represented.